Allir sem hafa fengið eða fá bráðabirgðaökuskírteini þurfa að fara í akstursmat áður en fullnaðarökuskírteini er gefið út.
Nánari upplýsingar á www.akstursmat.is
Hægt er að fá bráðabirgðaökuskírteini endurnýjað í fullnaðarökuskírteini eftir eitt ár hafi viðkomandi ökumaður ekki fengið punkta vegna umferðarlagabrota og fengið jákvætt akstursmat. Þremum árum eftir að þú tókst prófið verður þú að hafa farið í akstursmatið, annars ertu án ökuskírteinis.
Akstursmatið hjá mér kostar kr.7.000 ef þú tekur það á eigin bíl, annars kr.19.000 ef þú færð minn bíl lánaðan.
Þú átt helst að taka akstursmatið á þínum bíl eða bíl sem þú ert vön/vanur að aka.
Hringdu núna í síma 615-1115 til að panta tíma í akstursmat.