Ég kenni á BENZ árg. 2017. Hann er einstaklega lipur og þægilegur í akstri og hentar því sérstaklega vel til að læra á. Hann er margverðlaunaður og m.a. valin bíll ársins í Evrópu fyrir stuttu. Hann er búinn öllum helsta öryggisbúnaði s.s. spólvörn, ABS hemlum og loftpúðum fyrir ökumann og farþega. Útsýni úr honum er mjög gott og auðveldar það nemendum að átta sig á stærð hans.
Hinn bíllinn er TOYOTA LANDCRUISER árgerð 2007. Þennan bíl hef ég aðallega notað fyrir fólk sem er með sérþarfir sem gerir það að verkum að það á erfitt með að aka beinskiptum bíl. Einnig er töluvert um að fullorðið fólk komi í upprifjun ef það hefur ekki keyrt lengi en þarf að byrja á því aftur eftir hlé. Þá hef ég einnig boðið ökunemum sem eru að fara í æfingaakstur á sjálfskiptan bíl að taka tíma á þennan til að venjast sjálfskiptingunni.