Guðjón Ó ökukennari sér um ökukennslu á höfuðborgarsvæðinu og kennir bílatímana á Mercedes Benz
Hæ, ég heiti Guðjón Ó Magnússon og hef verið ökukennari frá árinu 1998. Auk þess hef ég verið Menntaskóla kennari enn lengur, svo að ég er mjög vanur kennari. Mér finnst gaman að ganga á fjöll, en líka ótrúlega skemmtilegt að útskrifa nýja og örugga ökumenn.
Meira um mig:
Kennsla er mitt aðalstarf. Ég útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1998 með ökukennararéttindi og hef kennt á bíl frá þeim tíma. Auk þess að kenna verklega þáttinn á bíl kenni ég bóknám við Ökuskóla Kópavogs en þar er ég meðeigandi.
Ég kenndi ensku og landafræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og hef kennsluréttindi við framhaldsskóla frá Háskóla Íslands. Ég var í mörg ár landvörður hjá Náttúruvernd Ríkisins í Friðlandinu að Fjallabaki og á Hornströndum. Að auki hef ég fjallaleiðsögumannaréttindi.