Ökukennsla getur hljómað flókin fyrir nýja ökunemendur.
Því er eðilegt að þegar kemur að því að taka ökuprófið, þá vakna ýmsar spurningar. Hér fyrir neðan er ökukennsluáætlun og nokkrar spurningar sem nemendur spyrja oft og vonandi er svarið við þinni ökukennslu spurningu hérna. Ef svo er ekki, vertu þá ófeimin(n) við að hafa samband við mig.
Ökukennsla: Kennsluáætlun fyrir ökunám
Námsferillinn í ökunámi er í stuttu máli á þessa leið en í undantekningatilfellum geta þó verið um örlítil frávik að ræða :
- Námið hefst í bílnum hjá ökukennara og um leið er sótt um námsheimild hjá Sýslumanna t.d. í Kópavogi eða Hafnarrði.
- Bóklegt nám í ökuskólanum hefst eftir nokkra bílatíma. Ö1 er fyrri hluti bóknámsins og er skylda fyrir alla. Nauðsynlegt er að sækja þá tíma áður en farið er í æfingaakstur með leiðbeinanda.
- Æfingaakstur með leiðbeinanda getur tekið við eftir að neminn hefur náð tökum á bílnum, gatnamótum og umferðinni. Í æfingaakstri er verið að æfa það sem hefur verið kennt í bílatímum. Flestir hafa gott af því að æfa sig meira áður en þeir fara einir út í umferðina, það er þó ekki skylda.
- Bóklegt nám Ö2, seinni hluti. Þeir sem fara ekki í æfingaakstur taka Ö2 í beinu framhaldi af Ö1.
- Ökuskóli 3. Sími 4453000
- Skriflegt próf, tekið hjá Frumherja, má taka 2 mánuðum fyrir 17 ára afmælið og eftir að Ö2 og Ö3 er lokið.
- Verkleg kennsla hjá ökukennara til að undirbúa verklega prófið.
- Verklegt próf hjá Frumherja, má taka hálfum mánuði fyrir 17 ára afmælið en ekki fyrr en neminn er tilbúinn að fara sjálfstætt út í umferðina. Kennslubílinn er notaður í prófinu.
Algengar Spurningar um Ökukennslu
1. Má ég læra á sjálfsskiptan bíl í ökukennslunni?
Stutta svarið er JÁ
Langa svarið er: Frjálst er núna að velja um að læra á sjálfskiptan bíl og taka próf á slíkan bíl með takmörkun í ökuskírteini. Ekki þarf lengur heilbrigðisátæður til þess.
2. Hvernig ber ég mig að?
Þegar þú hefur ákveðið að hefja ökunám byrjar þú á því að ræða við foreldra þína og tekur ákvörðun í samráði við þá. Síðan hefur þú samband við mig, gefur mér upp nafn, heimilisfang og kennitölu. Oft getur verið erfitt að taka upp símann í fyrsta sinn en þegar ísinn er brotinn er framhaldið ekkert vandamál. Eftir að þú hefur farið í fyrsta tímann, færðu næsta tíma bókaðan, og þá ætti að vera ljóst hvernig haga á náminu til að aðlagast þínum þörfum. Svo nokkur dæmi séu tekin, þá eru sumir á morgnanna og vilja enda tímann í vinnunni, aðrir fá að skreppa úr vinnunni t.d. í matar eða kaffitíma, aðrir koma eftir vinnu eða skóla, en þetta er eins breytilegt og við erum mörg, aðalatriðið er að láta þetta smella saman við þinn frítíma og þínar þarfir.
3. Hvað þarf ég marga ökutíma?
Þetta er spurning sem flest allir ökukennarar fá hjá nemendum sínum. Því er fljót svarað, fólk er misjafnlega lengi að ná tökum á akstrinum og reynslan hefur sýnt að það er ekki hægt að svara því svo nákvæmt sé hvað hver og einn einstaklingur þarf. Allt hangir þetta saman, hvernig þér gengur, jafnt í bóklega náminu og í bílnum. Æfingaaksturinn hjálpar oftast en þá er æskilegt að æfa sig reglulega t.d. 1-3 í viku og fara mismunandi leiðir. Umferðarstofa gerir þá kröfu að próftakar taki a.m.k. 16 kennslutíma í bílnum áður en mætt er til prófs.
4. Er mikið fall í bílprófinu?
Það hefur stundum borið á því að nemendur hafa fallið, þá sérstaklega í bóklega prófinu, en sjaldnar í akstrinum. Kröfurnar hafa verið auknar síðustu árin og segir það einungis eitt að nemendur þurfa að koma betur undirbúnir undir próf. Í Ökuskóla GuðjónsÓ er lögð áherslu á að undirbúa þig undir bæði prófin ekki bara bílprófið. Þegar þú ert orðin(n) nemandi minn þá er þér fylgt eftir í öllu náminu. Þannig er tryggt að þú sért tilbúin(n) í bæði bóklega og verklega prófið. Það skiptir þig líka máli því í hvert skipti sem þú fellur í bóklega prófinu verður þú að greiða aftur. Ef þú fellur í akstrinum veður þú líka að greiða aftur til að fá að reyna aftur. Það er miklu betra að lesa einu sinni vel, koma vel undurbúin(n) og ná prófunum í fyrstu tilraun.
5. Hvenær get ég tekið prófin?
Þú mátt taka bóklega prófið 2 mánuðum áður en þú verður 17 ára. Akstursprófið máttu taka hálfum mánuði fyrir afmælisdaginn. Þó verður þú að muna að ég get ekki skráð þig í próf fyrr en þú ert búin(n) að fara með umsóknina þína til lögreglustjóra eða sýslumanns og greitt gjaldið fyrir skírteinið. Allir á höfuðborgarsvæðinu taka prófin hjá Frumherja í Reykjavík, en á miðvikudögum og föstudögum er hægt að taka prófin í Hafnarfirði.
6. Hvað er æfingaakstur?
Nú mega allir sem vilja byrja ökunámið 16 ára og fara síðan í æfingaakstur með foreldri eða eldra systkini á námstímanum. Fyrst þarf viðkomandi að fara í tíma til ökukennara og þegar hann hefur metið nemandann hæfan til að geta ekið einn og hjálparlaust gefur hann út vottorð sem síðan er fyllt út af verðandi leiðbeinanda. Umsóknina þarf að fara með til tryggingafélags bílsins og síðan til lögreglustjóra eða sýslumanns og þegar því er lokið fær nemandinn skilti sem sett er aftan á bílinn og er þá merktur “ÆFINGAAKSTUR”.
7. Bóklegt nám í Ökuskóla Kópavogs.
Ökuskólinn er samtals 22 kennslustundir er skylda fyrir alla ökunema. Ökuskóli Kópavogs býður þér upp á bóklegt nám of fer kennsla fram í Kópavogsskóla og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á sumrin. Í ökuskólanum eru kennd öll þau fög sem þarf að læra fyrir bóklega þátt ökuprófsins, auk þess sem nemendur fá að spreyta sig á æfingaprófum sem kemur sér vel.
8. Hver er heildarkostnaður að fá bílpróf?
Það getur verið breytilegt. Þú þarft að taka a.m.k. 16 ökutíma, fara í Ökuskóla 1,2 og 3, og borga fyrir prófin sjálf. Áætlaður bílprófs heildar kostnaður er því samtals um 300.000 kr
9. Hvernig panta ég ökukennslu?
Þú smellir hér til að finna upplýsingar um hvernig er hægt að panta ökutíma hjá mér. Eða þú getur hringt núna í síma 615-1115