Verðskrá fyrir ökutíma
Þú ert eflaust að velta fyrir þér: “Hvað kostar ökutími?”
Ég býð upp á ökukennslu á glæsilegum og öruggum Mercedes Benz á frábæru verði.
Hvað kostar ökutími?
Beinskiptur
Sérstakt tilboð fyrir hvern ökutíma:
14.900 kr
- Vanalega 15.900 kr
- Þú sparar 16.000 kr í heildina
- Mercedes Benz
- Góð þjónusta
- 20 ára reynsla
Sjálfskiptur
Sérstakt tilboð fyrir hvern ökutíma:
14.900 kr
- Vanalega 15.900 kr
- Þú sparar 16.000 kr í heildina
- Toyota Land Cruiser
- Góð þjónusta
- 20 ára reynsla
Hver er heildarkostnaður fyrir allt ökunámið?
Kostnaður er nokkuð breytilegur.
- lágmarksökutímar kr. 14.900 * 16 = kr. 238.400
- bíll í prófi (sem er 1 klst) = kr. 12.500
- ökuskóli 1 og 2 og námsgögn í ökuskóla Kópavogs. kr. 26.000
- ökuskóli 3 (Álfhellu / Kvartmílubraut) = kr.44.500
- skriflegt próf kr. 4.100 (pr. skipti ef nemandi stenst ekki prófið)
- verklegt próf kr. 11.100 (pr. skipti ef nemandi stenst ekki prófið)
- ökuskírteini kr. 4.000
- mynd í ökuskírteini ??
Reikna má með a.m.k. kr. 300.000 kr í allt ökunámið. Allt fer þetta eftir því hvað ökuneminn þarf að taka marga tíma. Lágmarkstímar eru 16 en einnig þarf að greiða ökukennara fyrir próftímann.
Lengd hverrar kennslustundar er 45 mínútur og kostar hún kr 14.900*. Ekki er greitt aukalega þótt tíminn sé 50-55 mín. að lengd. Ökutímar geta þó verið mislangir og fer það eftir viðfangsefni á hverjum tíma. Venjulega er gert upp á 6 tíma fresti en að sjálfssögðu má ræða um annað greiðslu fyrirkomulag. Áður en farið er í ökuprófið verður ökuneminn að hafa gert upp.
*Verðbreytingar: Verði breytingar á útreikningi skv. framanskráðu á meðan á æfingaleyfi stendur eða á kennslutímabilinu – hafi kennslan staðið yfir um langan tíma – breytist verð á ógreiddum kennslustundum til samræmis.